Fyrir þingkosningar haustið 2021 lýsti Sósíalistaflokkurinn því yfir að flokkurinn myndi nýta þá styrki sem hann fengi úr ríkissjóði annars vegar til að styrkja Alþýðufélagið, fjárhagslegan bakhjarl Samstöðvarinnar, og hins vegar Vorstjörnuna, styrktarsjóð þeirra sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að heyja réttlætis- og hagsmunabaráttu.
Sósíalistar hafa frá 2018 látið framlag Reykjavíkurborgar til flokksins renna til Vorstjörnunnar.
Framlag ríkisins til Sósíalistaflokksins var rúmlegar 26 m.kr. á þessu ári og runnu því rétt rúmlega 13 m.kr. til Vorstjörnunnar. Samtals hefur flokkurinn því styrkt Vorstjörnuna um rúmar 14,8 m.kr. í ár.