Vorstjarnan er styrktarsjóður sem styður hin verr settu í að byggja upp og reka hagsmunabaráttu sína í skipulögðum hópum, félögum og samtökum. Vorstjarnan vinnur að því að efla og styrkja rödd hinna verr settu og aðstoða þau við að leggja fram kröfur sínar og knýja á um að framtíðarlandið verði mótað eftir þörfum allra, en ekki síst þeirra sem hafa mátt þola mestan órétt.

Vorstjarnan er félag sem er styrkt og stýrt af félagsmönnum. Vorstjarnan fær auk stuðning frá samtökum, m.a. rennur allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins til Vorstjörnunnar og helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins. Almennir félagar í Vorstjörnunni leggja til styrktarsjóðsins eftir getu en hafa allir eitt atkvæði innan félagsins.

Skráning