Gerist félagar

25 ágúst

Gerist félagar

Vorstjarnan leitar nú til landsmanna um stuðning svo félagið geti enn betur styrkt hagsmuna- og réttindabaráttu almennings. Vorstjarnan er almennt félag, lýðræðislega uppbyggt. Öll félagsgjöld renna beint í gegnum félagssjóð og til samtaka og félaga hópa sem standa fjárhagslega veikt og eiga erfitt með að standa straum af öflugri hagsmunabaráttu. Það er einmitt helsti veikleiki lýðræðisins; að hin efnaminna geta illa haldið úti hagsmunabaráttu á meðan hin efnameiri hafa fullt bolmagn til þess.

Félagsfólk ákveður sjálft sín félagsgjöld. Lágmarkið er 2.500 kr. á ári en getur verið sama upphæð eða hærri, árlega, ársfjórðungslega eða mánaðarlega. Allir félagar hafa hins vegar sama atkvæðamagn á aðalfundi. Aðalfundur 2022 verður boðaður í haust.