Vorstjarnan er styrktarsjóður sem styður fólk til þess að byggja upp og reka hagsmunabaráttu sína í skipulögðum hópum, félögum og samtökum. Vorstjarnan vinnur að því að efla og styrkja rödd baráttunnar og aðstoða fólk við að leggja fram kröfur sínar og knýja á um að framtíðarlandið verði mótað eftir þörfum allra, en ekki síst þeirra sem hafa mátt þola mestan órétt. Vorstjarnan hefur styrkt félög og samtök beint, lánað þeim búnað til fundarhalda og mótmæla og rekið félagsheimili þar sem félögin geta haft lögheimili og fundaraðstöðu.

Vorstjarnan er félag sem er styrkt og stýrt af félagsmönnum.

Vorstjarnan fær auk þess stuðning frá samtökum, m.a. rennur allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins til Vorstjörnunnar og hingað til einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins. Almennir félagar í Vorstjörnunni leggja til styrktarsjóðsins eftir getu en hafa allir eitt atkvæði innan félagsins.

Vorstjarnan leitar nú til landsmanna um stuðning svo félagið geti áfram og enn betur styrkt hagsmuna- og réttindabaráttu almennings.

Vorstjarnan er almennt félag, lýðræðislega uppbyggt. Öll félagsgjöld renna í rekstur félagsheimilisins og beint til samtaka og félaga hópa sem standa fjárhagslega veikt og eiga erfitt með að standa straum af öflugri hagsmunabaráttu. Það er einmitt helsti veikleiki lýðræðisins; að hin efnaminna geta illa haldið úti hagsmunabaráttu á meðan hin efnameiri hafa fullt bolmagn til þess.

Styrktarframlög til Vorstjörnunnar má leggja inn á reikning hjá Sparisjóði Þingeyinga: 1110-26-821, kennitala: 490421-1060